sunnudagur, 29. nóvember 2009

Skýring á árusýn?

Ný athugun gefur til kynna að fólk sem segist sjá árur hafi í rauninni til að bera sjaldgæfa, taugafræðilega eiginleika, sem kallaðir hafa verið fylgiskyn.
Fólk með fylgiskyn, sem er e.t.v. 1 af hverjum 2000, finnur fyrir tónlist, finnur bragð af list, og sér oft liti í kringum orð og hluti. Vísindamenn telja að fylgiskyn stafi gjarnan af samslætti í afturhluta heilabarkarins, sem tengist tilfinningum og V4 svæðinu, sem á þátt í litaskynjun. Þessi tvö svæði liggja saman í heilanum. Richard Cytowic, taugasjúkdómafræðingur frá Washington og höfundur tímamótabókar árið 1970, um fylgiskynjun, sem hjálpaði til við að lögheimila hana sem taugaástand, segir að hann sé hrifinn af hugmyndinni um að fylgiskynjun geti verið ástæðan fyrir árusýn, en sér ekki neina leið til þess að sanna það.
„Við höfum enga leið til þess að sanna það,“ segir hann. „En vissulega er fólk með fylgisýn að sjá hluti sem aðrir sjá ekki. Þetta er áhugverð tilgáta.“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: