miðvikudagur, 20. apríl 2016


Baksætisdraugurinn
 
Mabel Chinnery heimsótti gröf móður sinnar í breskum kirkjugarði árið 1959. Hún tók mynd af manni sínum sem beið einn í bílnum. Það var ekki fyrr en þau fengu myndina úr framköllun að maðurinn hafði augljóslega ekki verið einn í bílnum.

Myndin sýnir veru með gleraugu sem situr í baksætinu, og frú Chinnery þekkti strax myndina – hún var af móður hennar sem lá í gröfinni.


 
Pressan 22.07.2011

Afadraugurinn

Denise Russel tók þessa mynd af ömmu sinni árið 1997. Amma hennar bjó og lifði ein á tíunda áratugnum og myndin var tekin í fjölskyldulautarferð. Enginn tók eftir manninum sem stóð fyrir aftan ömmuna fyrr en þremur árum seinna. Fjölskyldan þekkti þó manninn – það var afinn sem dó árið 1984.
 
Pressan 22.07.2011
Draugabarnið

Árið 1946 var kona að nafni Mrs. Andrews við leiði dóttur sinnar í Queensland, Ástralíu. Dóttir hennar hafði verið látin í ár og var einungis 17 ára. Þegar myndin var framkölluð brá Mrs. Andrews í brún, þar sem á henni var barn – lítil stúlka sem horfir beint í myndavélina.

Það höfðu engin börn verið á ferli í kirkjugarðinum þennan dag og Mrs. Andrews þekkti engin börn sem hefðu getað verið á þessari mynd. Hún kannaðist þó ekki við svipinn á barninu, en löngu seinna kom í ljós þegar rannsakandi skoðaði myndina að tvær barnungar stúlkur höfðu verið grafnar nálægt leiði dóttur Mrs. Andrews.

Pressan 22.07.2011

miðvikudagur, 1. maí 2013

Flugmenn greindu frá fljúgandi furðuhlut


Flugmönnum farþegaþotu varð verulega hverft við þegar einkennilegur hlutur skaust hundrað metrum undir vélina sjálfa. Hún var þá á lokastefnu við flugvöllinn í Glasgow.
Atvikið varð í byrjun desember á síðasta ári og hafa rannsakendur átt í mestu erfiðleikum með að greina hver þessi torkennilegi hlutur var en rannsókninni er lokið. Fréttaveita BBC greinir frá því að flugmenn vélarinnar hafi báðir orðið varir við hlutinn. Hann hafi verið silfurlitur, blár eða grænn og komið þeim fyrir sjónir eins og risastór blaðra. Flugumferðarstjórar fullyrða að ekki hafi sést nokkuð  á ratsjá sem kemur heim og saman við frásögnina og er það því hulin ráðgáta hver hinn fljúgandi furðuhlutur var.

Heimild: RUV.

sunnudagur, 12. febrúar 2012

Andlegir leiðbeinendur 2

Andlegir leiðbeinendur okkar kunna að taka breytingum á meðan á jarðneskri dvöl okkar stendur, allt eftir framgangi okkar og stöðu á hinni andlegu braut. Maður seldi starfsemi mína í hnykklækningum og sneri sér alfarið að andlegum málefnum. Í heilun hjá seiðmanni var honum sagt að andlegur leiðbeinandi hefði farið að fylgja honum aftur. Hann hafði verið honum til aðstoðar mörgum árum áður, þegar hann var að nema við heimspekiskóla og kom nú aftur til hans þegar hann beindi athygli sinni aftur að málefnum sálarinnar.