miðvikudagur, 20. apríl 2016

Draugabarnið

Árið 1946 var kona að nafni Mrs. Andrews við leiði dóttur sinnar í Queensland, Ástralíu. Dóttir hennar hafði verið látin í ár og var einungis 17 ára. Þegar myndin var framkölluð brá Mrs. Andrews í brún, þar sem á henni var barn – lítil stúlka sem horfir beint í myndavélina.

Það höfðu engin börn verið á ferli í kirkjugarðinum þennan dag og Mrs. Andrews þekkti engin börn sem hefðu getað verið á þessari mynd. Hún kannaðist þó ekki við svipinn á barninu, en löngu seinna kom í ljós þegar rannsakandi skoðaði myndina að tvær barnungar stúlkur höfðu verið grafnar nálægt leiði dóttur Mrs. Andrews.

Pressan 22.07.2011

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: