miðvikudagur, 1. maí 2013

Flugmenn greindu frá fljúgandi furðuhlut


Flugmönnum farþegaþotu varð verulega hverft við þegar einkennilegur hlutur skaust hundrað metrum undir vélina sjálfa. Hún var þá á lokastefnu við flugvöllinn í Glasgow.
Atvikið varð í byrjun desember á síðasta ári og hafa rannsakendur átt í mestu erfiðleikum með að greina hver þessi torkennilegi hlutur var en rannsókninni er lokið. Fréttaveita BBC greinir frá því að flugmenn vélarinnar hafi báðir orðið varir við hlutinn. Hann hafi verið silfurlitur, blár eða grænn og komið þeim fyrir sjónir eins og risastór blaðra. Flugumferðarstjórar fullyrða að ekki hafi sést nokkuð  á ratsjá sem kemur heim og saman við frásögnina og er það því hulin ráðgáta hver hinn fljúgandi furðuhlutur var.

Heimild: RUV.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: