
Búlgarskur vísindamaður sem vinnur fyrir ríkisstjórnina segist hafa náð sambandi við geimverur. Hann fullyrðir að þær fylgist vel með athöfnum mannkynsins og vilji gjarnan rétta því hjálparhönd.
„Geimverur eru allt í kringum okkur og fylgjast stöðugt með okkur,“ sagði Lachezar Filipov, forstöðumaður hjá búlgörsku geimrannsóknastofnuninni í samtali við þarlenda fjölmiðla.
Vísindamennirnir segja geimverurnar vera að svara þrjátíu spurningum sem þeir hafa lagt fyrir þær. Vísindamennirnir rannsaka 150 hringi á kornökrum víðs vegar um veröldina sem þeir telja svör við spurningunum.
Filipov segir að geimverurnar vilji jarðarbúum vel. „Þær vilja hjálpa okkur en við erum ekki orðin nógu fær til að komast í beint samband við þær.“ Hann spáir því að það náist á næstu 10 til 15 árum. Sambandið verður í gegnum hugsanir en ekki útvarpsbylgjur.
Hann fullyrti að Vatíkanið hefði viðurkennt að geimverur væru til. Að auki gagnrýndu geimverurnar inngrip mannanna í þróun náttúrunnar.
Heimild texta: Pressan
fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Athugasemdir: