laugardagur, 29. ágúst 2009
Hversu raunverulegir eru álfarnir?
Til eru þeir sem líta á sumar álfategundir sem hálfgerða engla, það er að hægt sé að hafa samband við þá á svipuðum nótum. Þeir geti tekið að sér hlutverk verndara, hjálpenda o.þ.h. Þó virðist manni að sumum finnist að þá verði að umgangast af meiri varúð, þar innan um eru, eins og víðast annars staðar, skrattakollar, sem tilbúnir eru í grín og glens, ef ekki er rétt farið að þeim. Nýlega sá ég haft eftir konu að stundum mætti sjá hringlaga för á grasblettum, og hennar kenning er sú að þau megi rekja til óvenju fjörlegs, og orkuríks gleðidans álfa, sem náð hefur að setja mark sitt í efnisheiminn. Ekki skal um þetta fullyrt, en fróðlegt gæti verið að heyra frá lesendum hverrar skoðunar þeir eru um þetta. Sumir vilja meina að uppáhaldsstaðir álfa séu afskekktir, og sem ekki hefur verið hreyft við lengi. Þeim líki ekki margt af því sem frá manninum stafar. Gæti verið umhugsunarefni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Athugasemdir: