sunnudagur, 30. ágúst 2009

Happatölur 1, 3, 5

Margir eiga sér happatölur, sem þeir treysta oft á, og finnst færa sér heppni. Í þessari færslu og nokkrum þeim næstu ætlum við að kíkja á væntingar er tengjast nokkrum happatölum fyrir komandi ár. Í dag eru það tölurnar ...

Happatalan 1
Leggstu undir feld og íhugaðu komandi misseri, til þess að fá nýjar hugmyndir eða svolítið nýja sýn á lifið. Að setja sér ákveðin markmið er fyrsta og skynsamlegasta skrefið í átt að því að sjá væntingar þínar verða að veruleika. Einbeittu þér að ætlunarverkum þínum og sjáðu þau skýrt fyrir þér.

Happatalan 3
Hægindastóllinn er vissulega hlýr og þægilegur, en nú er kominn tími til þess að standa upp, spretta úr spori og koma lífi þínu á hreyfingu. Þetta skapandi umhverfi sem er allt í kringum þig, þarf meira fjör til þess að örva meistarastykkið sem þú hefur verið að skapa ... líf þitt!
Taktu þátt í félagslífi til að efla sjálfsöryggi þitt og skemmtu þér vel.

Happatalan 5
Það er kominn tími til að láta líf þitt neista svolítið meira. Gerðu eitthvað óvenjulegt, breyttu um stefnu og komdu þér á markaðstorg kærleikans, vinnu og ævintýra. Líttu aftur á það sem þú hefur lofað og komdu lífinu á hreyfingu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: