sunnudagur, 30. ágúst 2009

Happatölur 2, 4, 6

Happatalan 2
Verið á blíðu nótunum og hlustið á innsæið, þið leitið eftir innri friði. Þægilegt bað, gönguferð á ströndinni eða jóga, mun hjálpa ykkur að ná jafnvægi. Að tjá tilfinningar ykkar mun hjálpa mikið til að kyrra hugann.
Og fyrir komandi misseri: takið ykkar eigin ákvarðanir; það er ekki hægt að gera öllum til hæfis.

Happatalan 4
Þetta árið skulið þið veita grundvallaratriðunum athygli... fáið þið t.d. nægan svefn, borðið þið reglulega og getur verið að líkaminn, bíllinn eða fjárhagurinn þarfnist nánari athugunar? Temjið ykkur nýja rútínu, ef með þarf. Og á næstu misserum skulið þið taka meiri ábyrgð á sjálfum ykkur, þið eruð þess virði.

Happatalan 6
Verið mikið með vinum og fjölskyldu á næstu tyllidögum og finnið þessa sameiginlegu glóð kærleikans. Hópstarf getur kallað fram það besta í ykkur, svo dembið ykkur í félagsstarfið. Verið hugulsöm á næstu misserum, umhyggjusöm og örlát, til að styrkja sambönd ykkar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: