Happatalan 7
Framundan er góður tími til þess að auka traust þitt á sjálfan þig, lífið og heiminn. Að hvíla sig er vissulega góð leið til þess að virða hringrás náttúrunnar – það er mikilvægt að veita sjálfum sér tíma og rúm.
Vertu trúr sjálfum þér og stefnan verður hrein og klár.
Happatalan 8
Nú er hreint ágætur tími til þess að horfa aðeins tilbaka og reita illgresið sem náð hefur að setjast að. Það er skynsamlegt að endurskoða gerðir þínar, taka stjórn á lífi þínu og framtíð. Láttu það gerast sem þú leitar eftir.
Skipulegðu þig, það mun leiða þig til góðs árangurs og uppfyllingar.
Happatalan 9
Hleyptu út þrýstingi, sestur niður með kaffibolla og gleymdu þér við að ráða krossgátu eða lesa góða bók. Þú ert í limbói svo viðurkenndu náðarsamlegast stöðu þína og vertu sveigjanlegur.
Og á komandi tíð: biddu um hjálp þegar þú þarfnast hennar; hógværð er guðs gjöf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Athugasemdir: