sunnudagur, 30. ágúst 2009

Fljúgandi furðuhlutur yfir Englandi? Myndband

Þessi frétt birtist í The Sun og DV 13.maí 2009, um fljúgandi furðuhlut yfir Bristol í Englandi:

„Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég sat á skrifstofunni og sá þetta með eigin augum,“ segir hinn 36 ára gamli Andi Hadlington. Hann telur sig hafa séð fljúgandi furðuhlut á sunnudagskvöldið í þorpinu Knowle á Englandi. Andy sat við tölvuna á skrifstofunni sinni þegar hluturinn flaug framhjá og tók upp myndband máli sínu til stuðnings.
Andy segir að hluturinn furðulegi hafi ekki gefið frá sér hljóð. Hann ákvað að fara út af skrifstofunni til að reyna að sjá hann betur. Þegar komið var út á götu var hann hinsvegar horfinn en atvikið átti sér stað í þorpinu Knowle. Sjálfskipaðir sérfræðingar í fljúgandi furðuhlutum vinna nú að því að fara yfir myndbandið og hafa auglýst eftir fleiri vitnum af atburðinum.
„Þetta var frekar spennandi. Hann hálfpartinn sveimaði yfir húsunum og gaf ekki frá sér hljóð. Ég er viss um að fleiri hafi séð þetta. Þetta var svo augljóst,“ segir Andy í samtali við The Sun.

Heimild: DV og Sun 13. maí 2009.

Myndbandið má sjá HÉR.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: