sunnudagur, 30. ágúst 2009

Enn ein ljósmynd af framliðnum


Þessa frétt um andaljósmynd sem náð hafði verið í Skotlandi mátti sjá í DV 27. mars 2009:

"Ljósmynd sem var tekin í maí á síðasta ári við Tantallon kastala í Skotlandi hefur vakið mikla athygli. Á henni virðist maður með einhverskonar kraga um hálsinn horfa út um einn gluggann á kastalanum. Rannsóknir þriggja ótengdra ljósmyndasérfræðinga hafa leitt í ljós að myndin er ófölsuð.

Tantallon kastali stendur á höfða í Norður Bervik sem er á austurströnd Skotlands. Christopher Aitchison, sem tók myndina segir að hann hafi ekki tekið eftir neinu óvenjulegu fyrr en hann skoðaði myndina heima hjá sér.

Sálfræðiprófessorinn Richard Wiseman frá háskólanum í Herfordskíri hefur helgað líf sitt að nokkru leyti rannsóknum á yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Hann tók myndina til skoðunar og fékk sérfræðinga til að rannsaka myndina. Hann hefur nú opnað heimasíðu þar sem fólk getur sent inn myndir af draugum og öðrum fyrirbærum sem það hefur talið sig hafa náð á mynd."

Fyrir skömmu var einnig birt markverð mynd í tímaritinu Heima er bezt, sem tekin var nýlega í húsarústum að Illugastöðum, þar sem myrtur var árið 1828, Natan Ketilsson, af þeim Friðriki og Agnesi, svo sem kunnugt er. Höfundur greinar um ferð þangað lét taka mynd af sér þar inni í rústum af smiðju Natans og þegar myndin var framkölluð kom í ljós að á öðrum vegg smiðjunnar sat stráklingur og horfði í áttina til ljósmyndarans. Einnig má greina andlit af manni og konu til hliðar við hann.
Í augnablikinu eru ekki tök á að birta myndina hér á Tíbrár spjallinu en verður væntanlega gert innan tíðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: