þriðjudagur, 19. október 2010

Dularfull ljós á flakki yfir Bandaríkjunum - myndband

Margir Bandaríkjamenn velta nú fyrir sér dularfullum ljósum sem hafa sést bæði yfir El Paso og New York. Í New York sáust ljósin raunar um hábjartan dag. Í El Paso hringdi sjónvarpsstöð í flugvöll bæjarins og fékk þær fréttir að einhverjar listflugsæfingar hefðu verið þar í gangi. Ekki var hinsvegar sagt hvort það var á sama tíma og dularfullu ljósin sáust. Né er minnst á að þetta sama flugfólk hafi verið að æfingum yfir New York. Hér verður líklega hver að túlka fyrir sig.

Smella HÉR fyrir myndband.

Heimild: Vísir, 19. okt. 2010 14:18 - Óli Tynes skrifar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vildi bara koma á framfæri að ég sá FFH/UFO á seltjarnarnesi, 19. nóv 2010 kl ~1:00, það stóð um 10 mín, ég var að bíða eftir leigubíl, reyndi að sína bílstjóranum en hann sá það ekki, hluturinn var farinn. Þetta var á horninu á miðbrautinni við sjóinn. Hluturinn stoppaði beint fyrir ofan mig og beið í nokkrar sek svo fór hann upp miðbrautina og kom til baka og stoppaði fyrir ofan mig. Þetta var hrikalega stórt, bjart ljós og hringlaga, sennilega svona 3-4 sinnum stærra en fokker vél sem lendir á rvk flugvelli. Vildi bara láta einhvern vita. Var með myndavél í símanum og klikkaði alveg að taka myndir, ég er svo pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki gripið í símann og tekið myndir. Þetta er í annað skiptið sem ég hafði séð FFH/UFO þarna á seltjarnarnesi, fyrra skiptið var ég að horfa á stjörnurnar með félaganum mínum þegar hann benti mér á óreglulega hreyfingu á stjórnu, það skaust fram og til baka og stoppaði en alltaf í beina línu, síðan upp og niður og fram og til baka svo hvarf það, en það var mjög lítið bara eins og birta á stjörnu.

Skrifa ummæli

Athugasemdir: