sunnudagur, 8. ágúst 2010

Forsætisráðherra bannaði umfjöllun um fljúgandi furðuhluti - Opinbera gömul leyniskjöl



Fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, kom í veg fyrir að grunsemdir breskra orrustuflugmenn um tilvist fljúgandi furðuhlua, yrðu gerðar opinberar. Churchill óttaðist að almenningur gæti ekki höndlað upplýsingarnar og að fjöldi fólks yfirgæfi trú sína vegna tíðindanna. Krafðist hann þess að skýrslur tengdu málinu yrðu óaðgengilegar í 50 ár.
Breska ríkisstjórnin hefur nú aflétt leynd af skjölum sem tengjast atvikum sem tengd hafa verið við fljúgandi furðuhluti. Skjölin ná yfir árin 1995 - 2003 og eru rúmlega 5000 síður að lengd. Í skjölunum er að finna lýsingar sjónarvotta og teikningar af fljúgandi furðuhlutum.
Skjölin, sem voru birt opinberlega á netinu í lok síðustu viku, hafa vakið talsverða athygli í Bretlandi. Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er bréf sem barnabarn fyrrverandi lífvarðar Winston Churchill sendi varnarmálaráðuneytinu árið 1999.
Í bréfaskrifum mannsins kemur fram að undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar lentu nokkrir orrustuflugmenn í breska hernum í einkennilegri upplifun. Töldu þeir sig hafa séð fljúgandi furðuhlut svífa mjög nálægt flugvélunum. Tóku þeir myndir af farartækinu og lýstu allir því á nokkurn veginn sama hátt.
Lífvörður Churchill á að hafa heyrt á samtal forsætisráðherrans við ráðamenn innan hersins. Í samtalinu kom fram að Churchill óttaðist svo viðbrögð almennings ef fregnirnar yrðu gerðar opinberar að hann taldi öruggast að leynd hvíldi yfir þeim næstu 50 árin. Óttaðist hann að almenningur missti nokkurn veginn vitið, frétti hann af ósköpunum.
Erfitt getur reynst að fá frásögn mannsins staðfesta því öll gögn um fljúgandi furðuhluti, fyrir árið 1967, var eytt innan fimm ára. Töldu ráðamenn skjölin ekkert erindi eiga við almenning. Áhugasamir geta hins vegar skoðað skýrslurnar frá árunum 1999 - 2003 með því að smella HÉR.

Heimild: Pressan - 08. ágú. 2010

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: